Náðu markmiðum þínum með sérfræðiþekkingu okkar
Við bjóðum upp á heildarlausnir og stuðning til
að hjálpa þér að auka sölu & sýnileika
Stafræna
markaðssetningu
Sköpun á sérsniðinni stafrænni stefnu sem hjálpar fyrirtækinu þínu að ná til markhópsins og styður við markmið þín. Við sérhæfum okkur í sýnileika á Facebook & Google
Umsjón með
samfélagsmiðlunum
Við tökum að okkur umsjón samfélagsmiðlanna þinna. Við sérsníðum efni sem styður við þær auglýsingar sem eru í birtingu.
Byggjum upp
vörumerkið þitt
Vörumerkjaráðgjöf og ráðleggingar varðandi hönnun sem hjálpa litlum fyrirtækjum að skapa sterkt og eftirminnilegt vörumerki.
Markaðsráðgjöf og viðburðastjórnun
Við styðjum lítil fyrirtæki við að ná stórum markmiðum með sérsniðnum og árangursríkum markaðslausnum
Viðskiptavinir okkar
Við bjóðum við fjölbreytt úrval þjónustu sem er hannað til að hjálpa litlum fyrirtækjum að ná sínum markmiðum. Hérna getur þú séð dæmi um þá þjónustu sem við veitum.
01
stúdíó vík
stúdíó vík er rótgróið fjölskyldu fyrirtæki sem þarfnaðist yfirhalningar. Við fórum yfir ferla í markaðssetningu og sáum að það var mikil þörf á samræmdu og heildstæðu útliti sem passaði við nýja ímynd vörumerkisins.
Við tókum að okkur að uppfæra allt útlit í samstarfi við eigendur og útkoman er glæsileg.
02
tanntorg
Við höfum verið að þróa markaðsherferðir sem eru sérstaklega aðlagaðar að þörfum Tanntorgs. Markmið okkar hefur verið að auka sýnileika þeirra á netinu og hjálpa þeim að ná til fleiri viðskiptavina. Með áherslu á skapandi og árangursríka markaðssetningu höfum við náð að styrkja stöðu þeirra í samkeppninni.