Amper – stór tækifæri fyrir lítil fyrirtæki

Við hjá Amper vitum að lítil fyrirtæki standa frammi fyrir einstökum áskorunum. Með takmörkuðu fjármagni og fáu starfsfólki þarf hvert skref að skila raunverulegum árangri. Markmið okkar er að einfalda markaðssetningu og styðja við vöxt fyrirtækja á hagkvæman og markvissan hátt.

Setjumst niður saman

Við tökumst á við allar hliðar markaðssetningar svo þú getir einbeitt þér að því sem þú gerir best. Með okkur færðu sterkan samstarfsaðila sem er ekki aðeins þjónustuaðili heldur hluti af teymi þínu – einsett að ná raunverulegum árangri.

Nýsköpun, sérfræðiþekking & samvinna

01

Nýsköpun

Nýsköpun hjálpar fyrirtækjum að ná til viðskiptavina á nýjan hátt, byggja upp traust, og mynda sterkt vörumerki sem stenst tímans tönn. Hvort sem við erum að þróa stafræna stefnu, skapa aðlaðandi efni, eða hámarka viðveru á samfélagsmiðlum, leggjum við áherslu á að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að ná sem bestum árangri.

02

Sérfræðiþekking

Sérfræðiþekkingin okkar gerir okkur kleift að bjóða þjónustu sem er bæði fagleg og sérsniðin að þínum þörfum. Frá stafrænum stefnum til vörumerkjauppbyggingar veitum við traustan stuðning sem hjálpar fyrirtækinu þínu að ná fram sínu besta. Við einsetjum okkur að vera vel upplýst um nýjustu strauma og tækni svo þú getir verið viss um að fá þjónustu sem skilar árangri.

03

Samvinna

Samvinna gerir okkur kleift að búa til árangursríkar, sérsniðnar markaðsaðferðir sem styðja við þín markmið. Þú færð ekki bara markaðsþjónustu – þú færð samstarfsaðila sem vinnur með þér að því að ná raunverulegum árangri. Við trúum á opið, heiðarlegt og gagnkvæmt samstarf, sem tryggir að allir þættir markaðsstarfsins endurspegli þína sýn og gildi.

Af hverju að velja okkur?

Við bjóðum sérsniðnar lausnir fyrir fyrirtæki með 0-5 starfsmönnum og leggjum okkur fram við komast inn í og miðla áfram sýn fyrirtækisins. Með persónulegri nálgun og reynslu á sviði stafrænnar stefnumótunar, samfélagsmiðlastjórnunar, efnisgerðar og vörumerkjauppbyggingar vinnum við markvisst að því að hjálpa litlum fyrirtækjum að ná sínum markmiðum.

Með ástríðu fyrir markaðssetningu getum við aðstoðað við að lyfta fyrirtækinu þínu á nýjar hæðir. Við erum ekki bara þjónustuaðili heldur samstarfsaðili sem hefur þína framtíðarsýn að leiðarljósi. Leyfðu okkur að styðja þig með djúpri sérfræðiþekkingu og skýrum markmiðum.

Vertu í bandi

Við erum staðsett í Brekkubraut í Garðabæ og tökum vel á móti þér á skrifstofuna okkar alla virka daga á milli kl 9-16

Brekkubraut 18

999-0000

ampert@amper.is

Sendu okkur skilaboð

Fylltu út formið og við svörum þér um hæl

Nafn
Eftirnafn
Netfang
Skilaboð
The form has been submitted successfully!
There has been some error while submitting the form. Please verify all form fields again.